Á hjara veraldar er mögnuð verðlaunabók eftir Geraldine McCaughrean, sem er einn virtasti og verðlaunaðasti höfundur ungmennabóka í Bretlandi.
Á hverju sumri eru Quill og vinir hans
settir í land á fjarlægum sjódranga til að veiða fugla.
En þetta sumar kemur enginn að sækja þá.
Er einhver skýring á því hvers vegna þeir voru yfirgefnir á dranganum í miðju ólgandi hafinu – kaldir, svangir, með lífið á bláþræði – önnur en að
heimsendir hafi átt sér stað?
Hvernig eiga þeir að geta lifað af?
ความคิดเห็น