Matthildur seldist upp fyrir jólin og síðan höfum við og allir áhugasamir lesendur Roalds Dahl á Íslandi beðið með óþreyju eftir nýrri prentun. Í síðustu viku kom svo loksins 4. prentun til landsins og það var sem við manninn mælt - hún skaust beint í 2. sæti metsölulistans hjá Pennanum Eymundsson.
Líkt og 3. prentun er 4. prentun í sérstakri Borgarleikhússkápu í tilefni þess að nú styttist í að söngleikurinn Matthildur verði frumsýndur á stóra sviði leikhússins, en frumsýningin verður föstudaginn 15. mars. Það er því óhætt að segja að hún Matthildur eigi sviðið þessa dagana og vikurnar!