Í Morgunblaðinu í dag er stórt viðtal við Sólveigu Sif Hreiðarsdóttur, hjá Kver bókaútgáfu, um þýðingar á barnabókum og hversu mikilvægt það er að góðar erlendar barnabækur séu þýddar á íslensku. „Klassískar þýddar bækur styðja við tungumálíð og auka orðaforða,“ segir Sólveig í viðtalinu.
Sólveig, sem er þýðingarfræðingur frá Háskóla Íslands, segir að draumur hennar um að geta boðið börnum og unglingum upp á góðar erlendar bækur á íslensku. Útgáfan hafi farið hægt af stað en undið upp á sig á þeim fjórum árum sem hún hefur starfað. Fyrstu árin kom út ein bók á ári, en á síðasta ári komu út þrjár bækur, Nornirnar eftir Roald Dahl, og Hnubbi lubbi frá Rjómabúi Stubba og Hnubbi lubbi, fótur og fit hjá dýralækninum, eftir Lynley Dodd, auk þess sem Matthildur, sem gefin var út 2017, var prentuð með sérstakri söngleikjakápu - en söngleikurinn Matthildur verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu nú á föstudagskvöld.
Sólveig segir frá því í viðtalinu við Morgunblaðið að það hafi verið langt og strangt ferli að fá samþykki sem þýðandi Roalds Dahl á íslandi. Samþykkið sé hins vegar ákveðinn gæðastimpill, sem opni nú dyr að samningum við fleiri höfunda.