top of page

Matthildur í efsta sæti metsölulistans!

Updated: Mar 29, 2020


Á nýjum metsölulista Eymundsson er Matthildur, í þýðingu Sólveigar Sifjar Hreiðarsdóttur, í efsta sæti barnabókalistans og hækkar sig úr öðru sæti listans þar sem hún hefur verið síðustu tvær vikur. Nú er sýndur í Borgarleikhúsinu hinn stórkostlegi söngleikur, Matthildur, sem einmitt er byggður á bókinni Matthildi eftir Roald Dahl. Ánægjulegt er að vinsældir bókarinnar og söngleiksins skuli haldast í hendur og greinilega bjóða foreldrar börnum sínum á Matthildi í Borgarleikhúsinu og kaupa bókina í Eymundsson. Gott er að lesa bókina fyrst og fara svo á söngleikinn.

Matthildur er ekki einungis í efsta sæti metsölulista barnabóka hjá Eymundsson heldur er hún líka komin inn í tíunda sæti metsölulistans fyrir allar bækur. Matthildur lætur alltaf að sér kveða!

Mikilvægi þess að færa klassískar heimsbókmenntir til ungra lesenda á Íslandi verður seint ofmetið. Það eykur orðaforðann, er hin besta skemmtun og opnar nýjar víddir fyrir lesendur, sem eru að leggja upp í sinn lestrarferil.

bottom of page