Sigmundur Ernir Rúnarsson ræddi við Sólveigu Sif Hreiðarsdóttur, þýðanda Roalds Dahl á Íslandi í Bókahorninu á Hringbraut mánudaginn 25. mars. Umræðuefnið var mikilvægi þess að ungum lesendum á Íslandi sé gert kleift að lesa góðar, klassískar heimsbókmenntir fyrir börn og ungmenni. Það gerist einungis með því að bækur séu þýddar úr erlendum tungumálum á gott íslenskt mál.
Sólveig sagðist í þættinum leitast við að nota orð, sem megi verða til þess að auka orðaforða ungra lesenda og því notist hún gjarnan við orð, sem ungir lesendur geti leitað til foreldra sinna til að fá útskýrð.
Þá bjó Roald Dahl til sitt eigið tungumál, sem nefnist Gobblefunk. Það er mjög mikið notað í Bergrisanum fróma góða (BFG) og kemur fyrir í flestum bóka hans. Við þýðingu á Gobblefunk reyndi talsvert á hugmyndaauðgi og sköpunargáfu þýðandans.
Hér er hægt að horfa á Bókahornið frá liðnum mánudegi.