top of page

Hin dásamlega Matthildur!

Updated: Mar 29, 2020


Í dag er dagur barnabókarinnar. Í dag birtist í Fréttablaðinu bókardómur um bókina Matthildi eftir Roald Dahl í þýðingu Sólveigar Sifjar Hreiðarsdóttur. Kolbrún Bergþórsdóttir gefur Matthildi fimm stjörnur og fer fögrum orðum um þessa skemmtilegu og gríðarlega mikilvægu barnabók, sem lýsir því hvernig Matthildur, hin bráðgáfaða og úrræðagóða stúlka, sem býr við ástleysi og menningarleysi foreldra sinna, kennir sjálfri sér að lesa þriggja ára með góðri aðstoð bókasafnsfræðings og byrjar í skóla.

Í skólanum verður Matthildur þeirrar gæfu aðnjótandi að lenda undir handleiðslu Unu, sem er umsjónarkennari hennar. Saman standa þær Matthildur og Una og sagt er frá Unuhúsi. Þær takast á við hina ógurlegu, sterku og vondu Krýsu, sem er skólastjóri og hefur margt óhreint á samviskunni og í ljós kemur að Matthildur býr yfir einstökum kröftum.

Fimm stjörnur fyrir Matthildi á degi barnabókarinnar! Matthildur, sem er í efsta sæti metsölulista Pennans Eymundsson, fæst í verslunum Pennans Eymundsson.

bottom of page