Lestrarklefinn fjallaði á dögunum um Tvist og Böstu eftir Roald Dahl. Skemmst er frá því að segja, að bókin fékk frábæra dóma og fjórar stjörnur. Eins og flestar bækur Roalds Dahl er Tvistur og Basta sannkallað ævintýri:
„Bókin er því nokkuð týpísk fyrir stíl Dahl, sem er ævintýralega hugmyndaríkur og skeytir lítið fyrir eðlisfræði og náttúrulögmál. Það gerir bækurnar enn skemmtilegri – ímyndunaraflið fær að njóta sín óspart og það er aldrei að vita hvað kemur næst.“
„Uppátæki Tvists og Böstu eru bráðfyndin þótt þau séu ívið kvikindisleg. Það er vel hægt að hlæja duglega við lesturinn.“
„Þýðing Sólveigar Sifjar er til mikillar prýði og finnst mér þýðingin á tilti bókarinnar – Tvistur og Basta – alveg frábær þýðing á enska heitinu The Twits.“
Bókardóminn í heild má lesa hér.