top of page

Nýjar útgáfur af BFG og Georg og mögnuðu mixtúrunni komnar í verslanir

Updated: Mar 29, 2020


Georg og magnaða mixtúran var fyrsta bókin eftir Roald Dahl sem Kver bókaútgáfa gaf út árið 2015. Hún hefur verið uppseld hjá forlagi og nær ófáanleg um langt skeið. Önnur bókin, ári síðar, var BFG sem kom út hér á landi um svipað leyti og stórmynd Steven Spielberg, þar sem Ólafur Darri Ólafsson lék einn risanna og fleiri hlutverk eftirminnanlega. Kápa þeirrar bókar var byggð á auglýsingu fyrir bíómyndina. BFG hefur líka verið nær ófáanleg um nokkurt skeið.

Nú hefur verið bætt úr því og bæði Georg og magnaða mixtúran og BFG eru nú komnar út í nýjum útgáfum með endurnýjuðum kápum eftir Quentin Blake. Sögurnar eru vitanlega þær sömu og fyrr en bækurnar eru enn fallegri og vandaðari en áður. Sem fyrr eru þær myndskreyttar með dásamlegum teikningum eftir Quentin Blake. Bækurnar eru nú á kynningarverði fram eftir mars og fást í Eymundsson og fleiri bókaverslunum.

bottom of page