Kver bókaútgáfa hefur opnað vefverslun á heimasíðu sinni, www.kver.is. Í versluninni er hægt að kaupa bækur Kvers og Krumma bókaforlags. Boðið er upp á fríar heimsendingar, jafnvel þó aðeins sé keypt ein bók. Daglega er keyrt út á höfuðborgarsvæðinu og út á land er sent með íslandspósti.
Með einum músarsmelli er nú hægt að kaupa og fá senda heim allar bækur Roalds Dahl, sem Kver hefur gefið út í íslenskri þýðingu. Sama gildir um bækur Lynley Dodd um hundinn Hnubba lubba. Einnig er Aisha, danska spennusagan eftir Jesper Stein til sölu.
Boðið er upp á frábær tilboð, til dæmis kosta Hnubba lubba-bækurnar kr. 2499 hvor í sínu lagi en ef þær eru keyptar saman fást þær tvær fyrirkr. 2800!
Aisha er einnig á ómótstæðilegu tilboði, og kostar nú einungis kr. 2499!