top of page

Viðtal Fréttablaðsins við þýðanda Roalds Dahl á Íslandi


Skemmtilegt viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Sólveigu Hreiðarsdóttur, útgefanda og þýðanda Roalds Dahl á Íslandi, birtist í helgarblaði Fréttablaðsins, laugardaginn 28. mars 2020. TIlefnið er endurútgáfa tveggja fyrstu bókanna eftir hann, sem Kver bókaútgáfa gaf út árin 2015 og 2016. Þetta eru bækurnar Georg og magnaða mixtúran og BFG, sem voru uppseldar og ófáanlegar. Nú hefur verið farið vandlega yfir uppsetningu þeirra og þær prófarkalesnar á nýtt, auk þess sem BFG er með nýrri og glæsilegri kápu. Myndskreytingar eru sem fyrr eftir Quentin Blake.


bottom of page