Við skelltum í leik á Facebook. Fólk var beðið um að segja okkur frá því hver er uppáhaldsbókin eftir Roald Dahl. Skemmst er frá því að segja að þátttakan var frábær. Tilefnið var frumsýning stórmyndarinnar The Witches á Íslandi.
Það kom svo sem ekki á óvart að Matthildur skyldi njóta mestra vinsælda meðal þátttakenda, enda er ekki lang síðan tugir þúsunda Íslendinga sáu Matthildi á sviði Borgerleikhússins.
Það var hins vegar ánægjulegt hve margar bækur Roalds Dahl voru nefndar. Sumar þeirra hafa ekki enn verið þýddar á íslensku en þeim fjölgar sífellt bókunum sem eru íslenskaðar. Meðal bókanna sem nefndar voru sem uppáhaldsbækur voru Refurinn ráðsnjalli, Nornirnar, Risastóri krókódíllinn, Georg og magnaða mixtúran, BFG, Tvistur og Basta, og bókin um Kalla sem for í súkkulaðigerðina.
Sigurvegararnir sem dregnir voru út í gær eru:
Vilborg Sævarsdóttir – uppáhaldsbókin er Matthildur og hún nefndi líka bókina um Kalla sem fór í súkkulaðigerðina.
Hjördís Lára Hreinsdóttir – uppáhaldsbókin er Georg og magnaða mixtúran.
Árdís Ýr Pétursdóttir – uppáhaldsbókin er Matthildur.
Tekið skal fram að þrátt fyrir að allir sigurvegararnir séu konur þá voru karlar rétt tæpur fjórðungur þátttakenda.
Kver bókaútgáfa þakkar öllum fyrir þátttökuna og vonar að sem flestir fari í bíó að sjá The Witches.
Comments