top of page

Meinsemd fór beint í fyrsta sæti metsölulistans!


Sakamálasagan Meinsemd eftir dönsku blaðamannahjónin Kim Faber og Janni Pedersen, sem kom út á fimmtudaginn í síðustu viku, fór rakleiðis í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson fyrir íslenskar kiljur.
Greinilegt er að kröfuharðir lesendur glæpasagna kunna vel að meta Faber & Pedersen vegna þess að fyrsta bókin í bókaröðinni um lögreglumanninn Juncker, Kaldaslóð, sem kom út í maí á þessu ári, vermdi líka metsölulista Eymundsson í lengri tíma eftir að hún kom út.


Báðar bækurnar fást í öllum helstu verslunum sem selja bækur og einnig er hægt að kaupa þær hér í vefverslun Kvers.

Kommentare


bottom of page