Nú eru Nornirnar eftir Roald Dahl með myndskreytingum Quentins Blakes komnar í nýrri útgáfu sem beðið hefur verið með eftirvæntingu.
Nornirnar eru sígild barnabók, spennandi og fyndin með fallegum skilaboðum um umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru ekki eins og við.
Nornirnar hafa notið fádæma vinsælda hér á landi og um allan heim. Sagan segir frá dreng einum sem lendir óvart í því að lokast inni á ársþingi norna í Englandi, en eins og allir vita er þeim mjög í nöp við börn. Afleiðingarnar verða örlagaríkar fyrir drenginn, en hann og amma hans snjalla taka þá til sinna ráða. Fyndin fantasía með fallegan boðskap úr smiðju Roalds Dahls.
Nornirnar fást í öllum helstu bókabúðum og raunar nánast alls staðar þar sem bækur eru seldar á Íslandi.
Comments