top of page

PAPA er komin í búðir!


PAPA eftir Jesper Stein er nú komin í bókabúðir. Sem fyrr er það lögreglumaðurinn Axel Steen sem kljáist við vandasöm og hættuleg verkefni. Við kynntumst Axel Steen í AISHU, sem kom út á íslensku í fyrra og var vikum saman á metsölulista. Axel er nú kominn til starfa í PET, leyniþjónustu dönsku lögreglunnar, og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni um að koma höndum yfir einn hættulegasta mafíuforingja Rússlands.


Sögusviðið færist milli Amsterdam, Berlínar og Kaupmannahafnar og á meðan Axel Steen kljáist við alþjóðlega glæpamenn í útlöndum kemur í ljós að hætturnar geta allt eins leynst nær en margur heldur.


PAPA fæst í Pennanum Eymundsson, Heimkaupum og víðar. Einnig er hægt að kaupa bókina hér og fá fría heimsendingu.

Comments


bottom of page