top of page

Refurinn ráðsnjalli mætir til leiks


Refurinn ráðsnjalli býr með Fóu konunni sinni og fjórum yrðlingum í greni í dal einum í nágrenni við þrjá stórbændur sem stunda ýmis konar matvælaframleiðslu.


Refurinn hefur þann háttinn á að fara á hverju kvöldi í birgðageymslur bændanna þriggja að ná í eitthvað gott í matinn handa fjölskyldu sinni, eins og til dæmis bústna önd, reykta skinku eða kalkún.


Þar kemur að bændurnir ákveða í sameiningu að koma refnum fyrir kattarnef og hefst þá mikil og spennandi barátta upp á líf og dauða. Ná bændurnir sínu fram eða snúa dýrin á þá? Refurinn stendur nefnilega ekki einn í baráttunni.

bottom of page