Refurinn snjalli býr með konu sinni Fóu og fjórum verðrlingum í greni í einum dal í nágrenni þriggja stórbænda sem stunda ýmiss konar matvælaframleiðslu.
Refurinn hefur þann háttinn á að fara á hverju kvöldi í forðabúr bændanna þriggja til að fá sér eitthvað gott að borða fyrir fjölskylduna sína, svo sem bústna önd, reykta hangikjöt eða kalkún.
Bændurnir ákveða í sameiningu að setja refinn fyrir kattarnef og þá hefst mikil og spennandi barátta upp á líf og dauða. Munu bændurnir ná árangri eða munu dýrin snúast gegn þeim? Refurinn er ekki einn í baráttunni.
Comments