top of page

Stöðug hreyfing í bókinni ... spennandi og drífandi ... kómísk og skemmtileg samskipti


Lestrarklefinn hefur birt umsögn um ungmennabókina Útlagarnir Scarlett & Browne og fer fögrum orðum um bókina og þýðinguna.


Scarlett og Browne er flóttasaga. Bæði eru þau á flótta undan einhverju og í gegnum alla söguna þurfa þau að flýta sér á milli staða og sigrast á ótrúlegustu aðstæðum, stöðugt í lífshættu. Fyrir vikið er stöðug hreyfing í bókinni, hún er spennandi og drífandi. Stroud gefur lesandanum þó af og til pásu til að ná áttum, anda og púsla saman þeim upplýsingum sem eru komnar fram um líf Scarlett og Browne. Þau eru nefnilega mjög margslungnar persónur. Samskipti þeirra á milli eru svo oft á tímum mjög kómísk og skemmtileg, svo á milli lýsinga á ofbeldi og byssubardögum má oft hlæja örlítið.“Fram kemur að höfundurinn, Jonathan Stroud, hafi slegið í gegn erlendis með seríunni um Lockwood & Co, sem Kver hefur tryggt sér útgáfuréttinn á hér á landi, og þýðingu bókarinnar hrósað mjög: „Sólveig Sif Hreiðarsdóttir þýddi Scarlett og Browne og tekst með mikilli prýði að koma þessu brotna Englandi til skila til íslenskra lesenda.“


Útlagarnir Scarlett og Browne er bók sem tekur lesandann með á villtan flótta inní framandi og brotið England, þar sem skrímsli og forynjur eru á hverju strái og jafnvel þar sem maður á síst von á þeim. Endir bókarinnar gaf sterklega til kynna að hér sé á ferð upphaf að nýrri seríu bóka.“


Hér má lesa umfjöllun Lestrarklefans í heild.bottom of page