top of page

„Tveir gullmolar“


Fréttablaðið birti í gær, mánudaginn 20. apríl, bókadóm um Georg og mögnuðu mixtúruna og BFG, sem Kver gaf út í endurnýjaðri útgáfu fyrr á þessu ári. Skemmst er frá því að segja, að Kolbrún Bergþórsdóttir gefur báðum bókunum fimm stjörnur og fer sérstaklega orðum um það hve þýðandinn hafi leyst verk sitt vel af hendi. Þetta gleður okkur hjá Kver svo sannarlega, því mikil natni var lögð í þessa endurútgáfu. Þýðingin er að sjálfsögðu sú sama og og í frumútgáfunum, sem komu út 2015 og 2016. Lögð var áhersla á að allur umbúnaður sé vandaður og báðar eru bækurnar með nýjum kápum. Kápan á Georg er keimlík þeirri á frumútgáfunni en á BFG er algerlega ný kápa, því í frumútgáfunni var kápan með útliti sem tengdist stórmynd Stevens Spileberg og Disney um Bergrisann fróma góða.

Bækurnar hafa um skeið verið ófáanlegar en mikið hafði verið spurt um þær. Í niðurlagi bókadómsins skrifar Kolbrún: „Það er mikið fagnaðarefni að fá þessar bækur aftur á markað. Þær munu ekki bara gleðja þá lesendur sem eru ungir að árum heldur einnig alla þá fullorðnu sem hafa verið svo lánsamir að varðveita barnið í sjálfum sér.“

Comments


bottom of page