top of page

Við kynnum til leiks útlagana, Scarlett og Browne!


Í sundruðu Bretlandi framtíðarinnar eftir hamfaraflóð og átök berst útlaginn ungi og sterki, Scarlett McCain, fyrir tilveru sinni. Hún bjargar lífi Alberts Browne, ungs og hrekklauss manns sem gæddur er sérstökum hæfileikum. Í heimi þar sem furðuskepnur, skrímsli, grimmir útsendarar og ekki síst hinir hræðilegu náberar eru daglegt brauð og hættur leynast á hverju horni verða þau samferða á ævintýranlegum flótta.



Jonathan Stroud skrifaði fyrstu skáldsögu sína sem nefnist Buried Fire þegar hann starfaði fyrir bókaútgáfuna Walker Books í Englandi. Hann er höfundur tveggja bókasería sem notið hafa alþjóðlegrar metsölu: þríleiksins Bartimaeus, sem hefur komið út á 36 tungumálum, og bókaseríunnar geysi-vinsælu Lockwood & Co. Aðrar bækur eftir höfundinn eru The Leap, The Last Siege og Heroes of the Valley. Jonathan Stroud er einn vinsælasti höfundur ungmennabóka í Bretlandi og bækur hans eru metsölubækur í mörgum löndum. Jonathan býr í Hertfordshire með eiginkonu sinni og þremur börnum.


Útlagarnir Scarlett & Browne er að detta inn í bókaverslanir í þessari viku. Hana er líka hægt að kaupa hér í vefverslun Kvers.


Comments


bottom of page