top of page

Georg og magnaða mixtúran (e. George’s Marvellous Medicine) eftir Roald Dahl kom fyrst út á Íslandi síðla árs 2015 í þýðingu Sólveigar Sifjar Hreiðarsdóttur. Í bókinni segir frá Georg, 8 ára strák, sem býr á bóndabýli ásamt foreldrum sínum og ömmu. Amman er ekkert venjuleg amma, hún er erfið viðureignar, skapvond, kröfuhörð og vanþakklát, sérstaklega þegar Georg á í hlut. Hann þarf oft að passa ömmu sína, það finnst honum lélegt hlutskipti. Dag einn ákveður hann að lækna ömmu í eitt skipti fyrir öll, lyfin frá lækninum duga augljóslega ekki svo hann ákveður að búa til lyf hand henni. Í lyfjablönduna fer nánast allt sem hann finnur í húsinu, lyf handa hestum, hænum, svínum og kúm. Sterk þvottaefni og krydd og vélarolía, ásamt mörgu fleiru. Áhrifin láta ekki á sér standa en þau eru alls ekki eins og Georg hafði ætlað, hreint ekki! Við tekur atburðarrás sem er 

í senn fyndin og spennandi, þar sem Flóki, pabbi Georgs sér gríðarleg framtíðartækifæri í lyfjablöndunni. Hér er best að láta staðar numið.

Georg og magnaða mixtúran er frumleg, fyndin og frábær skemmtun fyrir lesendur á aldrinum 6 til 12 ára.

Georg og magnaða mixtúran fæst m.a. í Eymundsson, ákveðnum verslunum Hagkaupa, Heimkaupum, Bóksölu stúdenta og í fleiri góðum verslunum.

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti útgáfu bókarinnar þýðingastyrk árið 2015.

Georg og magnaða mixtúran

SKU: 9789935941954
2.999krPrice
Tax Included
  • I'm an info section. This is a great way to share information like "Return Policy" and "Care Instructions" with your buyers.

  • I'm an info section. This is a great way to share information like "Return Policy" and "Care Instructions" with your buyers.

bottom of page