Matthildur í 2. sæti metsölulistans

March 6, 2019

 

Matthildur seldist upp fyrir jólin og síðan höfum við og allir áhugasamir lesendur Roalds Dahl á Íslandi beðið með óþreyju eftir nýrri prentun. Í síðustu viku kom svo loksins 4. prentun til landsins og það var sem við manninn mælt - hún skaust beint í 2. sæti metsölulistans hjá Pennanum Eymundsson.

 

Líkt og 3. prentun er 4. prentun í sérstakri Borgarleikhússkápu í tilefni þess að nú styttist í að söngleikurinn Matthildur verði frumsýndur á stóra sviði leikhússins, en frumsýningin verður föstudaginn 15. mars. Það er því óhætt að segja að hún Matthildur eigi sviðið þessa dagana og vikurnar!

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Helstu póstar

Matthildur slær í gegn

January 15, 2018

1/1
Please reload

Nýlegir póstar
Please reload

Eldra efni