top of page
GERALDINE MCCAUGHREAN
GERALDINE McCAUGHREAN er einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundurinn í dag. Hún hefur tvisvar unnið hin virtu bresku barnabókaverðlaun CILIP Carnegie Medal, fyrst árið 1988 fyrir verk A Pack of Lies og svo aftur fyrir þessa bók Where the World Ends. Einnig vann hún IBW Book Award (Samtök sjálfstæðra bókabúða) árið 2018, þrisvar sinnum hefur hún Whitbread Children‘s Book Award, barnabókaverðlaun fréttablaðsins Guardian, fjórum sinnum hefur hún hlotið Smarties Bronze verðlaunin, hin virtu U.S. Printz verðlaunin og bókaverðlaun Blue Peter, barnasjónvarpsþáttarins vinsæla. Geraldine var valin til að skrifa framhald á Peter Pan eftir J.M. Barries, sem hún nefndi Peter Pan in Scarlet, sem hlaut afar góðar viðtökur.
Geraldine býr í Berkshire með John, eiginmanni sínum. Húsið hennar er umsetið af fuglum sem vilja fá mat sinn og engar refjar. Meira að segja villtar endur banka upp á hjá henni.
bottom of page