top of page

Persónuverndarskilmálar

SÖFNUN OG MEÐFERÐ PERSÓNUUPPLÝSINGA

Kver bókaútgáfa ehf. kann að safna, nota, geyma eða flytja mismunandi flokka persónuupplýsinga um áskrifendur á póstlista sem skipta má í eftirfarandi flokka:

Auðkennisupplýsingar: Nafn, kennitala og kyn.

Samskiptaupplýsingar: Póstnúmer & tölvupóstur.

Upplýsingar um kaupsögu: Yfirlit yfir þær vörur sem keyptar hafa verið í vefverslun Kvers bókaútgáfu ehf..

Kver bókaútgáfa ehf. safnar ekki viðkvæmum persónuupplýsingum um kynþátt eða þjóðernislegan uppruna, trúarbrögð eða heimspekilega sannfæringu, kynlíf, kynhneigð, stjórnmálaskoðanir, stéttarfélagsaðild, heilsufar, erfðafræðilegum upplýsingum eða lífkennaupplýsingum. Það sama á við um upplýsingar um sakfellingar í refsimálum eða refsiverð brot.

 

TILGANGUR VINNSLU

Kver bókaútgáfa ehf. kann að vinna auðkennisupplýsingar og kaupsögu áskrifenda á póstlista til að greina þarfir viðskiptavina með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Með þeim hætti getur Kver bókaútgáfa ehf. ákveðið hvaða vörur eða þjónusta höfða til skráðra á póstlista og sent þeim markaðsefni.

Þeir áskrifendur sem hafa skráð sig á póstlista Kvers bókaútgáfu ehf. munu fá sent markaðsefni, að því gefnu að þeir hafi ekki afhakað (e. opt out) að þeir vilji fá sent markaðsefni.

Áskrifendur geta hvenær sem er óskað eftir að ekki verði sent markaðsefni til þeirra með því að afskrá sig af póstlista. Hægt er að gera það með því að smella á tengil sem er neðst í öllum tölvupóstum frá Kver bókaútgáfu ehf.

Tekið skal fram að ef áskrifandi afskráir sig af póstlista vegna markaðsefnis þá er Kver bókaútgáfu ehf. ennþá heimilt að vinna persónuupplýsingar sem tengjast kaupum á vöru og viðskiptasögu.

Kver bókaútgáfa ehf. mun aðeins vinna persónuupplýsingar í þeim tilgangi sem var upphaflega fyrir söfnun þeirra eða í öðrum tilgangi sem samrýmist upphaflegum tilgangi. Komi til þess að Kver bókaútgáfa ehf. muni vinna persónuupplýsingar áskrifenda að póstlista í nýjum tilgangi sem samrýmist ekki upphaflegum tilgangi mun Kver bókaútgáfa ehf. upplýsa um slíka vinnslu og á hvaða lagaheimild hún byggir.

 

MIÐLUN PERSÓNUUPPLÝSINGA TIL ÞRIÐJU AÐILA

Kver bókaútgáfa ehf. miðlar engum persónuupplýsingum til þriðja aðila.

 

RÉTTINDI ÁSKRIFENDA AÐ PÓSTLISTA

Í vissum tilvikum hafa áskrifendur að póstlista neðangreind réttindi samkvæmt persónuverndarlögum:

Réttur til aðgangs að persónuupplýsingum
Áskrifendur hafa rétt til að fá staðfestingu á því hvort unnið sé með persónuupplýsingar þeirra og til aðgangs að eigin persónuupplýsingum.

Réttur til leiðréttingar á persónuupplýsingum
Áskrifendur hafa rétt til að láta leiðrétta persónuupplýsingar sem Kver bókaútgáfa ehf. geymir um þá. Það gerir áskrifendum kleift að leiðrétta ófullkomnar eða ónákvæmar upplýsingar um þá.

Réttur til eyðingar á persónuupplýsingum
Áskrifendur geta haft rétt til þess að óska eftir að persónuupplýsingum þeirra sé eytt í ákveðnum tilfellum. Sá réttur getur til dæmis átt við ef tilgangur fyrir vinnslu er ekki lengur til staðar, áskrifandi hefur með árangursríkum hætti andmælt vinnslu eða Kver bókaútgáfa ehf. hefur unnið persónuupplýsingar áskrifanda með ólögmætum hætti.

Tekið skal fram að réttur til eyðingar er ekki fortakslaus og Kver bókaútgáfa ehf. getur t.d. hafnað beiðni um eyðingu persónuupplýsinga þegar lög kveða á um ákveðin varðveislutíma upplýsinga.

Réttur til að andmæla vinnslu
Áskrifendur hafa rétt til þess að andmæla vinnslu persónuupplýsinga vegna beinnar markaðssetningar.

Réttur til að takmarka vinnslu
Áskrifendur hafa rétt til þess að takmarka vinnslu persónuupplýsinga í ákveðnum tilfellum. Dæmi um slík tilvik gæti verið að áskrifandi hafi óskað eftir að kannaður sé áreiðanleiki persónuupplýsinganna eða hann hefur andmælt vinnslu og staðfesta þarf hvort lögmætir hagsmunir Kvers bókaútgáfu ehf. gangi framar hagsmunum áskrifandans.

Réttur til flutnings persónuupplýsinga
Áskrifendur geta haft rétt til þess að flytja persónuupplýsingar til þriðja aðila á skipulegu, algengu og tölvulesanlegu sniði. Sá réttur á þó einungis við ef vinnsla hefur verið byggð á grundvelli samþykkis eða þegar vinnsla persónuupplýsinga hefur verið byggð á framkvæmd á samningi.

Réttur til að draga til baka samþykki
Áskrifendur sem gefið hafa samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga hafa rétt til að draga það samþykki til baka. Dragi áskrifandi til baka samþykki sitt mun það þó ekki hafa áhrif á þá vinnslu sem átti sér stað áður en samþykki var dregið til baka. Ef áskrifandi dregur samþykki sitt til baka getur myndast sú staða að Kver bókaútgáfa ehf. geti ekki veitt ákveðna þjónustu til hans.

Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd
Áskrifendur hafa rétt til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna meðferðar á persónuupplýsingum sínum. Komi upp ágreiningur um meðferð persónuupplýsinga óskar Kver bókaútgáfa ehf. þó eftir tækifæri til að leysa úr þeim ágreiningi áður en send er kvörtun til Persónuverndar.

Upplýsingar um Persónuvernd má finna á personuvernd.is.

 

Hafir þú einhverjar spurningar eða athugasemdir hvetjum við þig til að hafa samband við Kver bókaútgáfu ehf. á netfangið kver@kver.is.

bottom of page