top of page
Kver Logo Green breytt rofa.png

Kver bókaútgáfa leggur megináherslu á útgáfu alþjóðlegra, klassískra barnabókmennta í vandaðri íslenskri þýðingu.

Kver bókaútgáfa fagnar því að geta boðið ungum lesendum á Íslandi klassískar þýddar barnabækur. Við hjá Kver trúum því að lestur góðra bóka sé mannbætandi, að hann efli skilning á aðstæðum annarra og auki meðlíðan, fyrir utan að vera hin besta skemmtun og hin besta móðurmálskennsla, í flestum tilfellum.

Milli lesandans og bókarinnar getur, þegar vel tekst til, myndast ákveðin tenging sem myndar rými sem enginn er í nema lesandinn og textinn. Það er fyrir áhrif stílbragðs sem kallast ekfrasis eða myndlýsing sem þetta gerist og góðir rithöfundar kunna að beita. Við ekfrasis eða myndlýsingu sér lesandinn fyrir sér ljóslifandi það sem hann les. Þess vegna segjum við oft að bókin hafi verið miklu betri en myndin. Við erum nefnilega bestu leikstjórarnir, tökumennirnir, leikararnir og framleiðendurnir! Ein Óskarsverðlaunin ættu alltaf að renna til lesenda á hverju ári, fyrir að gera ávallt bestu kvikmyndina.

Kennum börnunum að meta lestur góðra bóka, það er ómetanlegur hæfileiki sem enginn getur tekið frá þeim. Nú á tímum þegar allir eru með einhvers konar skjái við hendina er hætta á að lestraráhuginn víki. Skjánotkunin getur verið stressandi og óheilnæm, en að lesa góða bók í ró og næði er heilsusamlegt, það sagði Roald Dahl og það er okkar trú hjá Kver bókaútgáfu.

bottom of page