top of page

Jesper Stein

0000120471_10.jpg

JESPER STEIN er fæddur í Aarhus árið 1965. Hann hefur starfað sem blaðamaður og meðal annars fjallað um lögreglumál og bókmenntir. Hann starfar nú í fullu starfi sem rithöfundur. Árið 2012 kom fyrsta skáldsaga hans, Uro, út og fyrir hana hlaut hann m.a. verðlaun Dönsku sakamálaakademíunnar fyrir bestu frumraun. Ári síðar kom út önnur bókin í bókaflokknum, Bye Bye Blackbird og árið 2014 kom út Akrash, sem er þriðja bókin í flokknum. Aisha, sem kom út 2015, er fjórða bókin í flokknum og á eftir henni komu Papa, árið 2017, og loks Solo, árið 2018. Allar fjalla bækurnar um lögreglumanninn Axel Steen en standa algerlega sjálfstæðar. Bækur Jespers Stein hafa verið þýddar og gefnar út víða um lönd. Kvikmyndaréttur hefur verið seldur að nokkrum bóka hans.

bottom of page