top of page

Í þakíbúð í Áttunni, nýjustu snobbbyggingu Amagerhverfisins í Kaupmannahöfn, finnst lík af limlestum manni sem hefur verið pyntaður til dauða. Lögreglumaðurinn, Axel Steen, er settur yfir málið sem er fyrsta morðmálið sem hann rannsakar frá því hann slapp naumlega lifandi frá meiriháttar leyniaðgerð lögreglunnar fyrir tæpum tveimur árum.

Axel Steen er skaddaður. Líkaminn er laskaður og dóttir hans óttast um líf hans. Hann neyddist til að flytja frá Nørrebro, hverfinu sem hann elskar, nýr yfirmaður hans leggur fæð á hann, hann er í nýju sambandi og hefur fengið nýjan félaga í lögreglunni. Þessu til viðbótar þarf hann að berjast gegn lönguninni til að gefast upp fyrir gömlum djöflum sem áður stjórnuðu lífi hans. Nú er hann allt í einu orðin þungamiðjan í stórfenglegu morðmáli, sem allir eru að skipta sér af.

Fórnarlambið í Áttunni er Sten Høeck, miðaldra stjórnandi öryggismála hjá Mærsk, fyrrverandi leyniþjónustumaður í hryðjuverkadeild leyniþjónustu dönsku lögreglunnar og sannkallaður kvennabósi. Þegar Axel beinir sjónum sínum að þriggja ára gömlu hryðjuverkamáli verða árekstrar milli rannsóknarinnar og einkalífs hans og hann mætir meiri mótstöðu innan lögreglunnar en hann hefur áður kynnst.

Aisha er hrár Kaupmannahafnarkrimmi um lögreglumann sem gerir allt til að ná fram réttlæti fyrir fórnarlömb.

AISHA

SKU: 9789935948809
1.999krPrice
Tax Included
    bottom of page