top of page

Á hóteli í Berlín hittir Bashkim, handlangari albönsku mafíunnar, ógnvekjandi Dana. Skipst er á eiturlyfjum og peningum og þeir semja um ný viðskipti sem snúast um mikið magn vopna – seljandinn er rússneski mafíuforinginn Papa og kaupandinn er kólumbísku glæpasamtökin FARC.

Á sama tíma er brotist inn í 143 bankahólf í bankahvelfingu við Nørreport í Kaupmannahöfn. Lögreglukonunni Vicki Thomsen er falið að leysa málið og allt frá fyrstu mínútu leggja miðaldra karlar sem starfa með henni í auðgunarbrotadeild lögreglunnar steina í götu hennar. Enginn veit með vissu hvað var í hólfunum en fljótlega verður ljóst að rússneskir undirheimar tengjast málinu.

Axel Steen, fyrrum félagi Vickiar Thomsen, hefur söðlað um og er horfinn til starfa sem leynilegur útsendari hjá leyniþjónustu dönsku lögreglunnar. Alþjóðlegt samstarfsverkefni leiðir hann til Amsterdam þar sem hann laumar sér í raðir glæpasamtaka. Hann er eins og skapaður fyrir hlutverk leynilegs útsendara en nýja verkefnið reynist það hættulegasta og dýrkeyptasta sem hann hefur nokkurn tímann tekið þátt í.

PAPA er hrár krimmi sem fjallar um að flýja sjálfan sig og bregða sér í líki annars, forboðna ást, feður og svik sem hafa banvænar afleiðingar.

PAPA

SKU: 9789935948816
1.999krPrice
Tax Included
    bottom of page